Leiðbeiningar um rafrænt gagnvirkt áhættumat OiRA

1. Inngangur

Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að útbúa innihaldslýsingu á OiRA verkfærinu. Verkfærinu er ætlað að nýtist fyrirtækjum í mörgum starfsgreinum við áhættumatsgerð. Með OiRA verkfærinu er áhættumatið unnið rafrænt í fimm skrefum:

  • Undirbúningur > áhættumatið kynnt fyrir notendum (fyrirtækjum)
  • Greining > notendur fara í gegnum hættur/vandamál og svara með JÁ eða NEI
  • Mat > notendur meta áhættu sem leiðir af hættum/vandamálum sem komu í ljós við greininguna
  • Aðgerðaráætlun > notendur útbúa aðgerðaráætlun þar sem skráðar eru aðgerðir til að draga úr áhættu sem var metin
  • Skýrsla > aðgerðaráætlunin verður að skýrslu sem hægt er að hlaða niður og prenta út

1.1 Notandinn skiptir öllu máli

Uppbygging OiRA verkfærisins er sniðin að daglegum störfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Notandi verkfærisins bregst við vandamálum í samræmi við eigin reynslu og þekkingu. Hugsanagangur sérfræðinga er oft frábrugðinn hugsun notanda. Notandi hugsar út frá eigin vinnuaðferðum og notar sitt eigið tungumál.

Nokkur dæmi:

  • sérfræðingur hugsar um líkamlegt vinnuálag; notandi um líkamlega vinnu
  • sérfræðingur hugsar um varmaumhverfi; notandi um vinnu í hita eða kulda
  • sérfræðingur hugsar um vinnuvernd og býr til “lausn” um allt sem er að gerast á svæðinu; notandi er að hugsa um hvað það felur í sér að opna og loka versluninni eða fást við erfiða viðskiptavini.

1.2 Notið auðskilið mál

Með því að byggja innihald OiRA verkfærisins upp þannig að það sé í samræmi við hugsanagang og starfsvenjur notenda verður innihaldið skiljanlegt. Það auðveldar framkvæmd aðgerðaráætlunar þ.e.a.s. að takast á við áhættur með raunhæfum ráðstöfunum.

Orðalag þarf að vera auðskilið. Nota skal venjuleg orð sem eru þekkt á vinnustöðum og vísa til hluta með kunnuglegum heitum.

Stuttar setningar og skýrt hversdagslegt mál gerir notandanum kleift að nota OiRA verkfærið með réttum hætti.

Fremst í OiRA verkfærinu skal skrifa stuttan inngangstexta sem inniheldur jákvæð og hvetjandi skilaboð varðandi:

  • mikilvægi áhættumats
  • þá staðreynd að áhættumat þarf ekki að vera langt og flókið
  • að verkfærið hefur verið sérstaklega hannað til þess að uppfylla þarfir fyrirtækja í viðkomandi í starfsgrein

2. Vinnuhópur hagsmunaaðila

Við hönnun og innleiðingu OiRA verkfærisins þarf að koma á samstarfi hagsmunaaðila og mynda hæfilega stóran vinnuhóp. Hann gæti t.d. samanstaðið af:

  • fulltrúum stéttarfélaga
  • fulltrúum atvinnurekenda
  • OiRA þróunaraðila (Vinnueftirlitið)
  • sérfræðingum í vinnuvernd (t.d. þjónustuaðilar í vinnuvernd)
  • notendum (stjórnendur og starfsmenn)

3. Uppbygging OiRA verkfærisins

3.1 Hafa skal innihaldið þrepaskipt

Áður en hafist er handa við að búa til OiRA verkfærið er gott að velta fyrir sér fjölda þeirra atriða sem á að taka til skoðunar. Það borgar sig að ígrunda vel uppbyggingu efnisins svo að það henti notandanum.

Tölvukerfið býður upp á leið til þess að flokka efnið í aðalefni, aukaefni og tegundir áhættu. Markmið þessarar flokkunar er að gera notandanum auðveldara að framkvæma áhættumatið. Áhættumatsverkfærið inniheldur:

../../_images/module10.png

MÖPPUR = viðfangsefni (staðsetningar, starfsemi, …)

Dæmi:
Mappa 1: Hárþvottur (hárgreiðslustofur)
../../_images/submodule10.png

UNDIRMÖPPUR (valfrjálst) = undirviðfangsefni

Dæmi:

Undirmappa 1: Vinnustellingar

Undirmappa 2: Snerting við vatn, sápur og snyrtivörur

../../_images/risk10.png

ÁHÆTTA = yfirlýsingar um að ástand sé í lagi

Dæmi:

1.1 Verkstöðin við hárþvott er stillanlegr

2.1 Keyptur hefur verið viðeigandi hlífðarbúnaður (persónuhlífar), svo sem einnota hanskart

../../_images/solution10.png

LAUSNIR = fyrirbyggjandi ráðstafanir sem sérfræðingur hefur mælt með til þess að leysa vandamálið

Dæmi:

1.1 Taka reglulega hlé til þess að hvíla sig frá líkamlegri vinnu

2.1 Nota vörur sem ekki kemur ryk af

Tölvukerfið býður einnig upp á möguleika á að:

  • sleppa möppum ef innihald þeirra á ekki við um starfsemi fyrirtækisins
  • hafa margar eins möppur ef fyrirtækið er með margar starfsstöðvar

3.2 Áhætta sett fram sem jákvæð staðhæfing

Þegar uppbyggingu verkfærisins er lokið er hægt að fara að greina og útskýra mismunandi áhættur.

Kerfið vinnur með því að úrskurða um staðhæfingar; það úrskurðar hvort ástandið sé í lagi eða ekki í lagi.

Note

Dæmi: Góð lýsing er til staðar.

Svar notandans er skýrt, annað hvort já eða nei. Ef notandinn svarar með NEI verður vandamálið sjálfkrafa hluti af aðgerðaráætluninni. Notandinn þarf að koma með tillögu að úrbótum til að draga úr áhættunni.

3.3 Mismunandi áhættur

Þrír flokkar af áhættum:

  • forgangsáhætta: vísar til áhættu sem er þekkt í starfsgreininni sem há áhætta.

    Note

    Dæmi: Vinna í hæð í byggingariðnaði. Vinnupallurinn er rétt upp settur.

  • áhætta: vísar til áhættu sem er fyrir hendi á vinnustaðnum eða tengist vinnunni sem fer fram.

    Note

    Dæmi: Allir skrifstofustólar eru stillanlegir.

Til þess að leggja mat á þessa tvo áhættuflokka að ofan er oftast nauðsynlegt að kanna vinnustaðinn (labba um og skoða hvað gæti valdið skaða, hafa samráð við starfsmenn o.fl.)

  • stefna: vísar til samkomulags, starfshefðar eða ákvörðunar stjórnanda varðandi málefni í vinnuvernd.

    Note

    Dæmi: Vinnustaðurinn hefur stefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum

Stefnuyfirlýsingum má svara við skrifborð (enginn þörf er á að labba um og kanna vinnustaðinn).

3.4 Flokkun og mat á áhættu

Fyrir hvern flokk áhættu er hægt að velja úr tveimur matsaðferðum:

  • Áætluð áhætta; með því að velja úr mikil, meðal eða lítil.
  • Reiknuð áhætta*; með því að leggja mat á **líkur, tíðni og alvarleika í hverju tilviki fyrir sig. OiRA verkfærið mun síðan reikna forganginn sjálfvirkt.

Notendur þurfa ekki að meta eftirfarandi áhættu í þriðja skrefinu (Matinu):

  • Forgangsáhætta (lendir sjálfkrafa í „forgangi“ og birtist sem „há“ í aðgerðaráætluninni)
  • Stefna (strangt til tekið er þetta ekki áhætta).

3.5 Tillögur að lausnum

Þær hættur sem líklegastar eru til þess að valda vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum eru oft þekktar innan starfsgreinarinnar. Verkfærið mælir með lausnum sem eru þekktar og sérfræðingar aðhyllast Þegar aðgerðaráætlunin er gerð hefur notandinn möguleika á því að velja lausnir og aðlaga þær (breyta textanum) í samræmi við aðstæður.

Note

Finna má öll nauðsynleg skjöl á OiRA síðunni http://www.oiraproject.eu/doc/